mars 29th, 2007

Bæjarstjórnarfundur 29. mars

Frumvarp að þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Árborgar, 2008-2010, A- og B- hluti, var samþykkt á bæjarstjórnarfundi  sem hófst kl. 17.00 í dag. 
   Sjálfstæðismenn höfðu boðað að í seinni umræðu myndi vera lögð fram skýr stefnumörkun um umbætur í rekstri, bæði tekjum og gjöldum sem og metnaðarfull stefna í uppbyggingu og framkvæmdum á kjörtímabilinu.  Mikið var ég undrandi þegar bókun þeirra var lögð fram miðað við orðin sem sögð voru í fyrri umræðu.   Áætlun meirihlutans var samþykkt og fylgir hér greinagerð okkar sem bæjarstjóri gerði grein fyrir.

Bæjarstjóri, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta með afgreiðslu 3ja ára áætlunar:


Meirihluti B, S og V lista í bæjarstjórn Árborgar samþykkir hér frumvarp að 3ja ára fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árin 2008 – 2010. Áætlunin endurspeglar metnaðarfull uppbyggingaráform meirihlutans til næstu þriggja ára. Rekstrar- og framkvæmdaáætlanir áranna 2008-2010 taka mið af því að veitt verði fyrirmyndar þjónusta við íbúana og að vel verði stutt við áframhaldandi vöxt og uppbyggingu í sveitarfélaginu. Í 3ja ára áætluninni er gert ráð fyrir framkvæmdum fyrir rúmlega 2.700 m.kr. á tímabilinu, þar af tæplega 1.400 m.kr. vegna fasteigna sem að stærstum hluta er ætlað að hýsa starfsemi grunn- og leikskóla og íþrótta- og frístundastarfs. Áætlað er að rekstur sveitarfélagsins skili jákvæðri niðurstöðu á bilinu 127 – 141 m.kr. ár hvert.

Greinargerð:
Meirihluti B, S og V lista leggur áherslu á ábyrga fjármálastjórnun og metnaðarfulla uppbyggingu í Árborg. Sveitarfélagið Árborg er eitt af öflugustu sveitarfélögum landsins og í örum vexti. Á árunum 2002-2007 munu fjárfestingar sveitarfélagsins nema tæpum 5.000 m.kr. þ.e. tæpum 3.000 m.kr. vegna fasteigna, 1.740 m.kr. vegna gatna- og veitukerfa og 217 m.kr. vegna véla og áhalda. Nú eru lagðar fram áætlanir um fjárfestingar að upphæð 2.700 m.kr. fyrir árin 2008-2010. Við slíkar aðstæður verða íbúar að geta treyst því að saman fari metnaður og skynsemi þar sem tækifærin eru nýtt til hins ýtrasta um leið og hvert skref er vandlega íhugað og horft til hagsmuna heildarinnar í nútíð og framtíð.


Í áætluninni, sem gerð er á föstu verðlagi, er gert ráð fyrir 4 % íbúafjölgun í sveitarfélaginu út tímabilið. Áætlunin miðast við að hægt verði að viðhalda eða hækka enn frekar þjónustustigið í sveitarfélaginu. Meirihluti B, S og V lista ætlar að bæta hag barna og fjölskyldna með því að hafa þjónustutilboð a.m.k. sambærileg við það sem best gerist bæði hvað varðar gæði og kostnað. Liður í því verða m.a. lækkun leikskólagjalda, uppbygging nýrra leik- og grunnskóla, uppbygging aðstöðu til íþrótta- og frístundastarfs og aukin fjárframlög til forvarnarstarfs á ýmsum sviðum. Meirihlutinn er jafnframt staðráðinn í því að byggja enn frekar upp þjónustu við aldraða og stuðla að fjölbreyttari þjónustutilboðum fyrir eldri borgara. Þeim markmiðum verður m.a. náð með auknum afslætti fasteignagjalda til tekjulægra fólks í hópi eldri borgara, með uppbyggingu dagvistar fyrir fólk með heilabilun í samstarfi við Félag aðstandenda alzheimersjúklinga og með uppbygging nýrrar þjónustumiðstöðvar og fjölbreyttari búsetukosta í sveitarfélaginu.


Á undanförnum árum hefur náðst hagræðing í rekstri með útboðum á ýmis konar þjónustu. Þar má nefna útboð á tryggingum árið 2002 og aftur árið 2006. Einnig útboð á ræstingu, skólaakstri, skólamáltíðum, endurskoðun og framkvæmdum og viðhaldi á flestum sviðum, auk skuldabréfaútboða. Meirihluti B, S og V lista mun áfram leggja áherslu á að sveitarfélagið nýti sér það hagræði sem fengist getur við útboð á þeim sviðum sem það telst heppilegt og hagkvæmt.


Í þeirri gríðarlegu uppbyggingu sem verið hefur í Árborg síðustu ár hafa lántökur reynst nauðsynlegar til framkvæmda. Aldrei hefur þó komið til þess að taka hafi þurft lán til rekstrar, enda væri slíkt óásættanlegt fyrir sveitarfélagið við þessar aðstæður. Meirihluti B, S og V lista mun leita allra mögulegra leiða til þess að auka tekjur sveitarfélagsins á næstu árum svo unnt verði að draga úr lántökum, án þess að þurfa að draga úr uppbyggingunni og þjónustu við íbúana.

































































































































































































Fjárfestingar árin 2002-2010


Rauntölur


Samtals


Fasteignir


Gatna- og veitukerfi


Vélar og áhöld


2002


420.932.859


173.463.461


236.185.013


11.284.385


2003


543.052.616


388.953.285


138.036.033


16.063.298


2004


656.919.479


380.852.757


179.144.233


96.922.489


2005


534.689.878


297.497.404


216.339.781


20.852.693


2006


1.197.040.710


758.190.710


435.350.000


3.500.000


Áætlað


2007


1.512.452.000


908.702.000


535.250.000


68.500.000


4.865.087.542


2.907.659.617


1.740.305.060


217.122.865


Áætlað


Samtals


Fasteignir


Gatna- og veitukerfi


Vélar og áhöld


2008


1.187.632.000


713.300.000


465.882.000


8.450.000


2009


906.750.000


417.500.000


480.800.000


8.450.000


2010


623.650.000


247.500.000


367.700.000


8.450.000


2.718.032.000


1.378.300.000


1.314.382.000


25.350.000


7.583.119.542


4.285.959.617


3.054.687.060


242.472.865


Sveitarfélagið hefur átt því láni að fagna að hafa á að skipa hæfu starfsfólki sem leggur metnað í að skila góðu starfi. Mikilvægt er að gæta að þeim þáttum sem áhrif hafa á starfsumhverfi og starfsánægju fólks og mun meirihlutinn leggja sig fram um að hlúa vel að þeim mannauði sem býr í stofnunum og fyrirtækjum sveitarfélagsins.