Á bæjarráðsfundi var afgreidd fundagerð Bygginganefndar Barnaskólands á Eyrarbakka og Stokkseyri. Frá nefndinn kom beiðni um formlega afgreiðslu á þremur þáttum. Afgreiðslan var þessi;
Bæjarráð vísar til umfjöllunar skólanefndar beiðni bygginganefndarinnar um að tekin verði afstaða til þeirrar hugmyndar þverfaglegs vinnuhóps að breyting verði gerð á aldursskiptingu nemenda milli skólahúsa á Eyrarbakka og Stokkseyri, þannig að 1. til 4. bekkur verði á Stokkseyri og 5. til 10. bekkur á Eyrarbakka.
Bæjarráð samþykkir að skólahverfi búgarðabyggðarinnar, Tjarnabyggðar, verði Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Bæjarráð frestar að taka afstöðu til þess hvort stærð kennslustofa verði miðuð við að 20 eða 25 nemendur verði í bekk og felur bæjarstjóra að afla frekari gagna.
Sjá fundagerðina í heild sinni;
http://arborg.is/news.asp?id=266&news_ID=2287&type=one