Í dag kl. 13.00 fór stjórn Tónlistaskólans ásamt Róbert skólastjóra og Helgu Sighvatsdóttur í skoðunarferð í grunnskóla í lágsveitum. Tilgangur ferðarinnar var að skoða aðstæður skólans í grunnskólum til kennslu. Við byrjuðum á að fara í Flóaskóla, þar er nokkuð vel búið að skólanum en kennslan fer fram í félagsheimilinu Þjórsárveri, en stendur til að flytja hana inn í skólann. Þaðan lá leiðin á Stokkseyri þar sem er ágætis kennslustofa, síðan á Eyrarbakka þar sem kennt er á Stað í fínni stofu. Betra væri þó að hafa kennsluna inni í skólanum en það lagast þegar nýji skólinn verður tilbúinn. Næst fórum við í Þorlákshöfn þar sem aðstaða skólans hefur verið til fyrirmyndar um langt skeið. Skólinn hefur kennslusvæði útaf fyrir sig og er það vel. Síðast komum við í Hveragerði og eru aðstæður skólans þar mjög góðar, fínar stofur. Skemmtileg ferð þar sem alltaf er gaman að skoða grunnskola.