Þann 6. febrúar fórum við til Canarí eyja og vorum þar til 20. febrúar. Ferðin var í alla staði frábær. Við fórum með vinum okkar Einari og Ellu Veigu í Egilsstaðakoti. Veðrið var eins og best verður á eyjunni frá 22 stiga hita og upp í 33 gráður. Við fórum í Hellaferð og skoðuðum heimili fólks sem þar býr. Ótrúlegt að koma inn í hella árið 2007 sem fólk býr í með öll nútíma þægindi. Ég hef nú ekki trú á því að við Íslendingar myndum láta okkur hafa það að búa í hellum. En ótrúlegt að hver hellir var með mörgum herbergjum. Canarí eyjar er falleg eyja en samt frekar hrjóstrug þar sem lítið er um vatn og sjaldan rignir. Nær allur gróður á eyjunni er gróðursettur og vökvaður til að hann lifi. Eyjan er góður hvíldarstaður fyrir okkur Íslendinga.