Við hjónin erum þessa helgi stödd á Hótel Sögu í Reykjavík. Tilefni ferðarinnar er árshátíð starfsmanna MS. Við komum hér um fimmleitið í dag, borðum góðan kvöldverð í Skrúð og fórum síðan að sjá Túskildingsóperuna í Þjóðleikhúsinu. Skemmtilegur söngleikur sem færður hefur verið í nútímabúning. Ég sá uppfærslu óperunnar hjá Menntaskólanum á Laugarvatni fyrir allmörgum árum en þá söng Samúel bróðir minn eitt af aðalhlutverkunum. Í minningunni var það nokkuð góð uppfærsla og ekki síðri en við sáum í gær !