Í kvöld brá ég mér á fund um menntamál í FSU á vegum framboðs Eyþórs Arnalds í prófkjöri sjálfstæðismanna. Ég verð nú að segja að ég undraðist hve fáir voru mættir á þennan fund miðað við hve menntamál eru mikilvæg í samfélginu.
Ég held að á þennan fund hafi mætt um 30 manns, að mestu sjálfstæðismenn auðvitað og margir frambjóðendur prófkjörsins. Á fundinum voru flutt erindi af Árna Sigfússyni bæjarstjóra í Reykjanesbæ, Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra, Sigurði Sigursveinssyni skólameistara FSU og Margréti Pálu. Erindin voru nú nokkuð góð, merkilegt að heyra hjá Árna hve mikliðhefur veriðgert í málefnum grunn og leikskóla í Reykjanesbæ, ásamt samþættingu grunnskóla,íþrótta og tómstundastarfs fyrir yngstu börnin. Menntamálaráðherra var að vonum ánægð með sitt fólk og talaði um að þar sem sjálfstæðismenn væru við völd þar væri eitthvað að gerast í málefnum grunnskólans….! Henni var tíðrætt um „við sjálfstæðismenn“ eins og það væru engir aðrir á fundinum en þeir… en hann var þó auglýstur opinn öllum. Hún fór mikin í umræðu um styttingu framhaldsskólans, möguleika í háskólum og uppbyggingu þeirra, en mér fannst nú minna farafyrir umræðu um grunnskólann og leikskólann, þó vissulega hafi hún komið þar við. Mér þótti nú erindi Sigurðar skólameistar einna best, þar fór hann yfir sögu FSU hve vel sveitarfélög á Suðurlandi hafi staðið að skólanum og hve samstaðan væri einstök við byggingu hans.Í máli Sigurðar kom fram að í skýrslu sem gerð var um árangur nemenda f.1975 sem luku stúdentsprófií framhaldsskólum landsins komi fram að nemendur FSU skoruðu best þegar skoðað var háskólanám, hve langt nemendur voru komnir í námi og hve margir hefðu lokið því. Skólinn okkar er auðvitaðeinn af bestu skólum landsins. Einnig koma hann inn á mikilvægi Fræðslunets Suðurlands sem símenntunarstöðvar og miðstöðvar fyrir fjarnám í háskóla. Benti hann réttilega á að þó að við værum nálægt Reykjavík þá væri mikilvægi þess að fjarnám væri hægt að stunda hér ekki minna en ávestfjörðum eða áausturlandi, þess vegna væribagalegt að stofnunin væri fjárvana þar sem ekki fengjust peningar frá ríkisvaldinu til að styðja við fjarnámið. „Ráðherra lofaði að skoða þetta mál vel og sagði skilja mikilvægi þess“ Nú vonum við bara að hún geri það og komi myndalega að því að auka fjármagn til Fræðslunets Suðurlands. Margrét Pála fór yfir málefni leik og grunnskóla í einkareknum skólum. Hjallastefnuna og kynskipta skóla. Hún talaði um að skólar sem væru einkareknir hefðu allt vald, gætu breytt áherslum, ráðið fólk og þar sem þeir væru í samkeppni um nemendur þyrftu þeir alltaf að gera betur en í gær. Nokkuð góður og fræðandi fundur hjá fundarboðendum.