desember 29th, 2005

Íþróttamaður Árborgar kjörinn og Pólfarinn heiðraður.

 

Hlynur Geir Hjartarson, kylfingur í Golfklúbbi Selfoss, kjörinn íþróttamaður Árborgar 2005 á uppskeruhátíð Íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar í kvöld. Í öðru sæti var Ágústa Tryggvadóttir,frjálsíþróttakona,og í því þriðja Linda Ósk Þorvaldsdóttir, fimleikakona.

Gunnar Egilsson, pólfari, var einnig heiðraður á hátíðinni af Bæjarstjórn Árborgar. Gunnar vann það einstaka afrek að fara á Suðurpólinn á bíl sem hann hefur smíðað sjálfur ásamt starfsmönnum sínum. Fram kom í máli hans að þetta hefði ekki verið mögulegt nema að hafa getað treyst smíði bílsins hundrað prósent, en þar sem hann hefði frábæra starfsmenn með sér við smíðina hefði hann getað það. Gunnar hefur áralanga reynslu af akstri í torfæru en hann var í fremsta flokki þar um árabil, einnig er reynsla hans af akstri á hálendi Íslands í öllum veðrum mikil og hefur þetta tvennt skipt miklu máli í að gert honum þetta kleyft. Augljóst þykir mér að trú hans á bílnum og ótrúlegur kjarkur hans hafi gert honum þetta mögulegt.

Alls voru tíu íþróttamenn tilnefndir: Ágústa Tryggvadóttir, frjálsíþróttir, Hlynur Geir Hjartarson, golf, Hjalti Rúnar Oddsson, sund, Hulda Sigurjónsdóttir, frjálsíþróttir og boccia, Jóhanna Bjarnason, knattspyrna, Linda Ósk Þorvaldsdóttir, fimleikar, Ómar Valdimarsson, knattspyrna, Ragnar Gylfason, körfubolti, Sigursteinn Sumarliðason, hestaíþróttir og Örn Davíðsson, frjálsíþróttir.

Auk þess sem einstakir íþróttamenn fengu styrk úr Afreks- og styrktarsjóði Árborgar.

desember 29th, 2005

Íþróttamaður Árborgar kjörinn og Pólfarinn heiðraður.

Hlynur Geir Hjartarson, kylfingur í Golfklúbbi Selfoss, kjörinn íþróttamaður Árborgar 2005 á uppskeruhátíð Íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar í kvöld. Í öðru sæti var Ágústa Tryggvadóttir,frjálsíþróttakona,og í því þriðja Linda Ósk Þorvaldsdóttir, fimleikakona.

Lesa meira Íþróttamaður Árborgar kjörinn og Pólfarinn heiðraður.