desember 14th, 2005

Bæjarstjórnarfundur í dag kl. 17.00 til 19.30

Bæjarstjórnarfundur er í dag kl. 17.00 í Ráðhúsi Árborgar. Þar fer meðal annars fram seinni umræða um fjárhagsáætlun 2006 og fyrsta umræða um þriggja ára áætlun.


Bæjarstjórnarfundurinn stóð til kl. 19.30 í kvöld. Á þessum fundi var tillaga skólanefndar um kynningu á menningarstarfsemi í heimabyggð samþykkt. Einnig var samþykkt breyting á stofni í afslætti eldriborgara og öryrkja af fasteignaskatti. Kynnt var stefnuyfirlýsing bæjarstjórnar um hæð húsa á miðjusvæði á Selfossi. Seinni umræða var um fjárhagsáætlun og fyrri umræða um þriggja ára áætlun.