Í dag var nú fjör í Kópavogi en þar fór fram prófkjör Framsóknarmanna til Bæjarstjórnarkosninga í vor. Ég fór beint á kosningaskrifstofuna hjá Samúel Erni (bróður mínum) eftir miðstjórnarfund. Þar var nú kátt á hjalla og margt um manninn. Samúel Örn varð í öðru sæti listans og var það vel af sér vikið.